FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA Í GRAFARVOGI
Lög félagsins

 

1. Kafli. Nafn og tilgangur

 

1. grein
Félagið heitir Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi.

 

2. grein
Markmið félagsins er :

 

 1. Að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í þjóðmálum, með hagsmuni allra stétta og öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir augum.
 2. Að halda uppi virku og stöðugu sambandi Sjálfstæðisflokksins við íbúa hverfisins.
 3. Að vinna að sem mestu kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í hverfinu við kosningar til Alþingis og borgarstjórnar.
 4. Að gangast fyrir félagsstarfi meðal sjálfstæðisfólks innan hverfisins og efla persónuleg kynni þess.
 5.  Að koma á framfæri við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ábendingum um sameiginleg hagsmunamál íbúa hverfisins og vinna að framgangi þeirra.

 

2. Kafli. Félagar

 

3. grein
Í félaginu geta verið allir sjálfstæðismenn á félagssvæðinu.

 

4. grein
Stjórn félagsins hefur heimild til að hafna inngöngubeiðni.

 

5. grein
Stjórnin getur með 2/3 greiddra atkvæða vikið úr félaginu hverjum þeim sem að áliti hennar brýtur lög félagsins eða vinnur gegn stefnu þess, en áfrýja má slíkri ákvörðun stjórnarinnar til félagsfundar.

 

3. Kafli. Stjórn félagsins og starfsemi

 

6. grein
Málefni félagsins annast stjórn, framkvæmdastjórn, félagsfundir og nefndir sem þessir aðilar kjósa sér til aðstoðar.

 

7. grein
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 15 aðalmenn að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega. Stjórn skal kjósa sér varaformann, ritara og gjaldkera. Skulu formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn stjórnarmaður valinn af stjórn mynda framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórn félagsins annast daglegan rekstur félagsins og málefni varðandi prókúru og reikninga. " Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Á aðalfundi félagsins getur stjórnin óskað eftir umboði til að velja fulltrúa til setu í stjórn Varðar-Fulltrúaráðs. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa 2 skoðunarmenn reikningsskila. Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

 

8. grein
Stjórnin heldur fundi eins oft og þurfa þykir. Óski 3 stjórnarmenn eftir fundi og sendi um það skriflega ósk til formanns félagsins, er skylt að halda stjórnarfund.

 

9. grein
Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins. Aðalfundur skal haldinn árlega og eigi síðar en 15. marz ár hvert. Auglýsa skal fundinn opinberlega með að minnsta kosti viku fyrirvara. Á aðalfundi skal skipa sérstakan fundarstjóra og fundarritara. Á dagskrá aðalfundar skal vera:

 

 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 2. Reikningsskil.
 3. Skýrslur nefnda.
 4. Kjör stjórnar og skoðunarmanna.
 5. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
 6. Tillögur um lagabreytingar.
 7. Önnur mál.

10. grein
Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem unnt er og skal stjórn félagsins kappkosta að rækja að öðru leyti hvers konar starfsemi, sem líkleg er til að efla félagið og styrkja málstað þess. Fund skal halda ef minnst 25 félagsmenn krefjast þess í bréfi til stjórnarinnar. Fundi skal boða eins vel og kostur er á.

 

11. grein
Á fundum félagsins skulu rædd hverfismál, félagsmál, stjórnmál og önnur velferðarmál þjóðarinnar. 4. Kafli. Félagsgjöld og uppgjör

 

12. grein
Stjórn félagsins gerir tillögu um félagsgjald til stjórnar Varðar-Fulltrúaráðs.

 

13. grein
Reikningstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal leggja fram reikninga félagsins til samþykktar.

 

5. Kafli. Lagabreytingar

 

14. grein
Lögum þessum má breyta á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða, en breytingarnar öðlast ekki gildi, nema stjórn Varðar-Fulltrúaráðs staðfesti þær.

 

15. grein
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi seinna en 2 vikum fyrir aðalfund.

 

SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI FÉLAGS SJÁLFSTÆÐISMANNA Í GRAFARVOGI, MIÐVIKUDAGINN 16. APRÍL 1986 Í VALHÖLL.

GERÐAR VORU BREYTINGAR Á 7. GREIN ÞANN 4 SEPT 2001 ÞAR SEM STÓRNARMÖNNUM VAR FJÖLGAÐ ÚR 7 Í 15.

GERÐAR VORU BREYTINGAR Á LÖGUNUM ÞANN 23. OKTÓBER 2012. KRISTJÁN ERLENDSSON

GERÐAR VORU BREYTINGAR Á LÖGUNUM ÞANN 17. DESEMBER 2014. EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON

GERÐAR BREYTINGAR Á 6. OG 7. GREIN ÞANN 19.MARS 2019 ÁRNI GUÐMUNDSSON