Stefnuskrá

Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi:

 

… vill varðveita ímynd Grafarvogshverfis sem friðsæls og fallegs borgarhverfis með ótal möguleikum til útivistar og tómstunda. Hingað hefur fólk leitað sér búsetu á ákveðnum forsendum og vill félagið standa vörð um að     þeim forsendum verði ekki breytt.

 

… vill að staðið verði vörð um þau réttindi og manngildi sem lúta að eldriborgurum varðandi lífsafkomu og húsnæðismál.

 

… vill að komið verði á friði og sátt um skólastarf og að börnin eigi í framtíðinni rétt á að ganga í sinn hverfisskóla allan grunnskólann. Jafnframt harmar félagið einhliða sameiningu skóla í Grafarvogi sem keyrð var í gegn í mikilli andstöðu við íbúana á liðnu kjörtímabili og vill að í framtíðinni verði tryggt að allar breytingar á skólastarfi njóti ríks stuðnings foreldrasamfélagsins og allra íbúa.

 

… vill að forvarnarstarf verði stóreflt með víðtæku samstarfi allra sem koma að málefnum unglinga. Jafnframt að unglingavinna, smíðavellir og skólagarðar verði eflt og endurvakið.

 

… hafnar algjörlega því hverfisskipulagi fyrir Grafarvoginn sem núverandi meirihluti hefur sett fram og fordæmir þá skerðingu lífsgæða sem í því felst.

 

… vill standa vörð um heilstætt Grafarvogshverfi og hafnar því öllum áætlunum um að kljúfa það í tvennt með lagningu fjölfarinna stofnbrauta og þjóðvega í byggð í gegnum hverfið með tilheyrandi umferðarþunga.

 

… hvetur til þess að lausn verði fundin á umferðartenginu við Korputorg sem nýtist Grafarvogsbúum en skapar ekki um leið hættu á stórauknum gegnumakstri um friðsæl íbúahverfi í framtíðinni.

 

… hvetur til varðveislu strandlengjunnar í Eiðisvík og Leirvogi svo dýralíf og gróðurfar fái þar notið sín í ósnortinni náttúru.

 

… vill að lokið verði sem fyrst við skipulagningu Sundabrautar þannig að tillit verði tekið til umferðatenginga og landsvæði tekið frá fyrir fyrirhugaða legu í sátt við íbúa og þá byggð sem fyrir er.

 

… vill að íþróttastarf verði áfram eflt í hverfinu og sem víðast verði byggð upp leik- og útivistarsvæði. Einnig vill félagið að aðstaða til skólasunds verð bætt.

 

… Leggur ríka áherslu á að SORPA opni að nýju móttökustöð í Grafarvogshverfi. Þrifnaður og umhirða opinna svæða verði stóraukin til að ásýnd hverfisins verði íbúum til sóma.

 

… vill auka öryggi gangandi vegfarenda með löglega merktum gangbrautum þar sem göngustígar þvera akbrautir. Þá verði komið fyrir merkingum við gangbrautir og góðu viðhaldi gang- og hjólastíga í hverfinu
sinnt. Jafnframt að áfram verði unnið að uppbyggingu göngu- og hjólastíga og að tenging þeirra við önnur borgarhverfi verði efld.

 

… vill bæta heilsugæslu í hverfinu og að ákvæði laga um fjölda íbúa á lækni verði uppfyllt og hvetur jafnframt til þess að kannað verði hvort einkarekstur heilsugæslunnar myndi bæta úr þeim skorti á heilsugæslulæknum sem fyrir hendi er.

 

… vill að íbúar Grafarvogshverfis búi við öruggar og skilvirkar almenningssamgöngur sem þjóna hagsmunum þeirra jafnt til ferða innan hverfis sem milli borgarhverfa.

 

…. vill að löggæsla í Grafarvogshverfi verði sýnileg og öryggi íbúa tryggt svo til fyrirmyndar sé. Leitað verði eftir hugmyndum íbúa Grafarvogs um hverfisgæslu, nágrannavörslu og tengingu öryggismyndavéla, þar sem því verður við komið.

 

… hvetur til áframhaldandi þróunar íbúalýðræðis í borginni. Íbúar eru sérfræðingar um sitt nærumhverfi og best til þess bærir að koma að ákvarðanatöku um þróun hverfisins.

 

… vill að gerð verið ítarleg könnun á gatnakerfinu í hverfinu og hraðahindrunum skipt út fyrir hraðamyndavélar á stofnbrautum.

 

… hvetur til þess að hraðað verði skipulagningu á Keldum og rannsóknarstöðinni verði fundin framtíðarstaðsetning hið fyrsta.

 

… vill að Björgun verði sem fyrst gert kleift að flytja starfsemi sína á framtíðarathafnasvæði þar sem hún truflar ekki íbúabyggð.

 

… vill að Orkuveita Reykjavíkur taki á brennisteinsmengun frá Hellisheiðarvirkjun sem veldur tjóni á heilsu og eigum Grafarvogsbúa sem og annarra höfuðborgarbúa.