Menningar- og ferðamálanefnd - Ályktun Reykjavíkurþings 2017

05.12.2017

Aukið vægi ferðamála

 

• Breyting á uppsetningu menningar- og ferðamála innan stjórnkerfis borgarinnar til að auka vægi ferðamála.

 

 

• Hlutverk Höfuðborgarstofu verði að móta stefnu og aðlaga ferðaþjónustu að annarri þjónustu í borginni.

 

• Viðburðir sem borgin sér alfarið um eða styrkir sérstaklega verði endurmetnir. Stefnt að því að flestir viðburðir borgarinnar verði sjálfbærir og skal stuðla að samstarfi við aðila sem hafa hag af slíku og eru tilbúnir til að taka yfir rekstur viðburða.

 

• Móta stefnu til 10-15 ára um þróun ferðaþjónustu í borginni.

 

• Gengið verði til samninga við ríkið um að gistináttagjald verði látið renna til sveitarfélaga til að styrkja innviði.

 

Rekstur sviðsins endurskoðaður

 

Rekstur stærstu kostnaðarliða sviðsins aðskilinn frá smærri liðum og endurskoðun kostnaðarliða sviðsins forgangsraðað með hagræðingu að leiðarljósi.

 

• Aukið vægi stjórnarmanna í rekstri stofnana, sem hljóta beina rekstrarstyrki frá borginni.

 

• Hagsmunir borgarinnar og ráðstöfun fjármuna eiga alltaf að vera í fyrirrúmi.

 

• Opna skal fyrir samstarf listastofnana í borginni við fyrirtæki og einkaaðila með það að leiðarljósi að efla starf listastofnana og auka aðgengi almennings.

 

• Harpa er stolt Íslendinga og mikilvægur þáttur í ímynd borgarinnar. Skoða þarf rekstur Hörpunnar – kostnaður hússins vegna fasteignagjalda er mjög hár og ekki í samræmi við rekstrarforsendur. Finna verður lausn á rekstrarvanda Hörpu í samvinnu við aðra eigendur hússins.

 

Stuðningur við menningarmál

 

Aukin áhersla á stuðning við einstaklingsframtakið í menningarstarfsemi þ.m.t. aukið samstarf við einkaaðila um rekstur hátíða, safna og jafnframt skalstuðla að auknu gegnsæi í styrkveitingum óháð hagsmunaaðilum og/eða félagasamtökum.

 

• Stofna skal sérstakan sjóð um styrki borgarinnar til viðburða, sýninga, gjörninga og öðrum sambærilegum viðburðum. Úthlutunarferlið skal vera gegnsætt og opið öllum.

 

• Stjórn sjóðsins skal skipuð óháðum aðilum. Þessi sameiginlegi sjóður kæmi í staðinn fyrir aðra styrktarsjóði fyrir menningu og listir á vegum borgarinnar.

 

• Menning og listamenn eru auðlind sem ber að efla.

 

• Gæta þarf að þeim menningararfi sem felst í klassískum íslenskum byggingarstíl og skapa hvata til að vernda hann.

 

Við erum á Facebook