Páskabingóið okkar sívinsæla!

09.04.2019

Taktu daginn frá!

 

Um leið og við óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar hátíðar, bjóðum við ykkur í páskabingó.

 

Páskaeggjabingóið verður haldið laugardaginn 20. apríl nk. og hefjast leikar kl. 11.00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3, 2. hæð. 

 

1 spjald 300 krónur - 2 spjöld aðeins 500 krónur - ath* við erum ekki með posa á staðnum.

 

Bingóstjóri verður enginn annar en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

 

 

Við hvetjum ykkur til að mæta tímanlega til að tryggja ykkur sæti.

 

Allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn FSG