Laugardagsfundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins

08.08.2019

Laugardaginn 10. ágúst nk. stendur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fyrir opnum fundi í Valhöll kl. 11:00.

Á fundinum mun Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra ræða stjórnmálaviðhorfið og sitja þingmenn síðan fyrir svörum.


Fundurinn er hluti af fundaröð þingflokksins um landið í kjölfarið á afar vel heppnaðri hringferð flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni munu þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræða við flokksmenn um það sem efst er á baugi.

Boðið verður upp á kaffi. Allir velkomnir.